Karl Olgeirsson með fyrirlestur og tónleika.

Karl Olgeirsson heldur fyrirlestur í lagasmíðum kl 14-15:30 laugardaginn 10.nóvember. Fyrirlesturinn er haldinn í stofu 357 (samspilsstofunni)
Karl er nýbúinn að senda frá sér Mitt bláa hjarta - 14 jazzsöngva, á plötu og á nótum.
 
Karl Olgeirsson er fæddur 1972 og hefur starfað við tónlist  frá menntaskólaárum. Hann hefur stjórnað upptökum á fjölda hljómplatna og samið lög fyrir fjölda listamanna, svosem Pál Óskar, Eivör, Sissel Kirkebø, Regínu Ósk, Ragga Bjarna, Helenu Eyjólfs, Jónsa, Heru Björk, Margréti Eir, KK, Siggu Beinteins, Óskar Pétursson, Bjarna Ara, Stebba Hilmar, Rúnar Júlíusson, Pálma Gunnars, Röggu Gröndal, Bogomil Font, Siggu Eyrúnu, Valgerði Guðna, Hamrahlíðarkórinn og marga fleiri. 
 
Hér er playlisti á Spotify með ýmsum lögum eftir Karl:

 
Hér er Mitt bláa hjarta á Spotify

Á laugardaginn klukkan 17:00 mun Karl svo halda tónleika í Akureyrarkirkju. Karl segir frá tilurð laganna og Þórhildur Örvarsdóttir kíkir við og syngur tvö lög af plötunni. Notalegt laugardagssíðdegi í Akureyrarkirkju. Miðaverði er stillt í hóf, kl.2500 og er miðasala við innganginn.