Komdu að spila!

Tónlistarskólinn á Akureyri býður upp á sérstakt tækifæri fyrir þá sem vilja prófa að læra á málmblásturshljóðfæri.

Í boði verða ókeypis prufutímar á eftirfarandi hljóðfæri:

Trompet

Básúnu

Baritón/Althorn

Hægt er að koma og prófa öll hljóðfærin og velja sér síðan eftir áhuga.

Virkilega skemmtilegt og skapandi nám fyrir stelpur jafnt sem stráka!

 

Áhugasamir hafi samband á soleye@tonak.is. Einnig er hægt að hringja í Tónlistarskólann í síma: 460-1170 og panta prufutíma.