Lokahátíð Nótunnar í Hofi laugardaginn 6. apríl

Sinfoníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar
Sinfoníuhljómsveit Tónlistarskóla Hafnarfjarðar

Lokahátíð Nótunnar fer nú í ár fram á Akureyri í Hamraborgarsal Hofs. Tvennir tónleikar verða: kl 12 og kl 14 og er óhætt að lofa gríðarlegri fjölbreytni. Kl 16:30 verður svo lokaathöfn, afhending viðurkenninga og verðlaunagripa.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Á milli tónleika verða fjölbreytt tónlistaratriði í Naustinu.

Svæðistónleikar hafa farið fram um allt land og hafa eftirtaldir skólar unnið þátttökurétt á lokahátíðinni:

Allegro Suzukitónlistarskóli
Söngskólinn Domus Vox
Tónlistarskólinn á Akranesi
Tónlistarskólinn á Akureyri
Tónlistarskóli Árnesinga
Tónlistarskólinn á Egilsstöðum
Tónlistarskólinn í Fellabæ
Tónlistarskóli Garðabæjar
Tónlistarskóli Hafnarfjarðar
Tónlistarskóli Húsavíkur
Tónlistarskóli Kópavogs
Tónlistarskóli Ísafjarðar
Tónlistarskóli Rangæinga
Tónskólinn Do RE MI
Tónskóli Sigursveins

Fulltrúi Tónlistarskólans á Akureyri er flautuleikarinn Lilja Björg Geirsdóttir.

Lilja Björg Geirsdóttir þverflautuleikari, ásamt Risto Laur á píanó.