Fara í efni

Masterclass með DIMMUbræðrum

Masterclass með DIMMUbræðrum

Þungarokkshljómsveitin DIMMA er ein stærsta rokkhljómsveit landsins. Það er því mikill heiður fyrir okkur í Tónlistarskólanum á Akureryi að fá þá bræður Ingó og Silla Geirdal, stofnendur hljómsveitarinnar, til okkar í heimsókn laugardaginn 22. september kl. 13:00. Þeir munu fjalla um þeirra vinnuferli við að semja og útsetja lög, og hvaða aðferðum þeir beittu til að gera hljómsveitina að því stórveldi sem hún svo sannarlega er í dag.

Masterclassinn verður í samspilsstofunni, 357, og byrjar eins og áður segir kl. 13:00 laugardaginn 22. september. Þessi masterclass gagnast öllum þeim sem eru að koma eigin tónlist á framfæri, óháð tónlistarstefnu. 

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.