Fara í efni

Nemendur tónlistarskólans fyrirferðamiklir í Söngkeppni MA

Nemendur tónlistarskólans fyrirferðamiklir í Söngkeppni MA

Þriðjudaginn 2. febrúar fór fram Söngkeppni MA.

Keppnin fór fram í Kvosinni í MA, og var öll hin glæsilegasta.  Hún var send út beint á Youtube, og er aðgengileg þar fyrir þá sem ekki sáu hana beint.

Við í Tónlistarskólanum á Akureyri erum afskaplega stolt af nemendum okkar sem má segja að hafi borið þessa keppni uppi.

Hljómsveit keppninnar, sem stóð sig gríðarlega vel, var skipuð eftirfarandi nemendum tónlistarskólans:

Hrefna Logadóttir: Rafgítar

Matiss Leo Meckl: Trommur

Óskar Máni Davíðsson: Bassi

Styrmir Þeyr Traustason: Hljómborð

Þorsteinn Jakob Klemensson: Gítarar

Ýmir Haukur Guðjónsson: Saxófónn

Eik Haraldsdóttir sigraði keppnina með lagið Like a Star sem söngvaskáldið Corinne Bailey Rae samdi og gaf út á sinni fyrstu plötu 2006.

Í öðru sæti var Jóna Margrét Guðmundsdóttir með hið ofur-vinsæla Alone sem Heart systur gáfu út á þeirra níundu hljóðversplötu 1987.

Þriðja sætið hrepptu svo þeir félagar  Þormar Ernir Guðmundsson og Þorsteinn Jakob Klemenzson, sem saman skipa dúettinn TOR. Þeir fluttu lagið Haltu mér slepptu mér, sem kom út á fyrstu plötu TOR núna á gamlársdag 2020.

Við óskum hljómsveitinni, og vinningshöfum til hamingju, ásamt auðvitað öllum þáttakendum og skipuleggjendum keppninnar.

Hér að neðan má svo horfa á þessa flottu keppni: