Fara í efni

Rytmískar málstofur á veraldarvefnum í nóvember og desember

Rytmískar málstofur á veraldarvefnum í nóvember og desember

Phil Doyle, fagstjóri í rytmískri hljóðfæradeild hefur sett saman metnaðarfulla dagskrá fyrir nemendur tónlistarskólans, þar sem heimsþekktir tónlistarmenn spjalla við nemendur um allt mögulegt sem viðkemur rytmískri tónlist.  Málstofurnar fara fram á Zoom samskiptaforritinu og eru opnar öllum nemendum tónlisarskólans, óháð hljóðfærum eða deildum.

 

Fyrsta málstofan var haldin 12. Nóvember síðastliðinn, og var það enginn annar en Eyþór Gunnarsson sem fór þar yfir feril sinn, mikilvægi þekkingar á tónfræði og ýmislegt annað spennandi.  Eyþór er einn af stofnmeðlimum Mezzoforte, auk þess að hafa leikið með og/eða stýrt upptökum á flestum helstu stjörnum landsins í poppi og jazzi.

 

Næstkomandi fimmtudag, þeas 19. Nóvember, mun svo kvikmyndatónskáldið Atli Örvarsson taka við keflinu og ræða við nemendur.  Atli flutti ungur að árum til Los Angeles, þar sem hann vann með stórstjörnum eins og Mike Post og Hans Zimmer.  Hann stimplaði sig svo sannarlega inn í bransann og hefur samið tónlist við yfir 40 kvikmyndir auk fleiri sjónvarpsþátta en hann hefur tölur á.  Atli flutti svo aftur til Akureyrar 2014, þar sem hann hefur verið atkvæðamikill í vexti Sinfonia Nord ævintýrisins.

 

26. Nóvember munu þeir bræður Óskar og Ómar Guðjónssynir verða gestir málstofunnar.  Saxófónleikarinn Óskar, og gítarleikarinn Ómar hafa ýmist saman eða í sitt hvoru lagi leikið með tónlistarmönnum á borð við Mezzoforte, Skúla Sverrissyni, Einari Scheving, Jónasi Sig, og fleirum.  Saman eru þeir í hljómsveitinni ADHD sem hefur spilað tilraunakennda tónlist út um allan heim síðastliðin ár.

 

3. Desember mun Harry Wayne Casey spjalla við nemendur frá Ameríku.  Flestir þekkja hann betur sem K.C., og er hann hvað þekktastur fyrir hljómsveit sína KC and the Sunshine Band. Auk þess að leiða þá hljómsveit hefur KC stjórnað upptökum á fjölmörgum hljómsveitum, og þykir vera einn af frumkvöðlum diskó bylgjunnar. 

 

Carlos Rafael Rivera, er kvikmyndatónskáld sem meðal annars samdi tónlistina við vinsælasta þáttinn á Netflix hér á Íslandi um þessar mundir, Queens Gambit.  Að auki hlaut hann Óskarsverðlaunin 2014 fyrir tónlist sína við kvikmyndina “A Walk among the Tombstones”.  Þann 10. Desember fá nemendur Tónlistarskólans einstakt tækifæri til að spjalla við þetta verðlaunatónskáld, þar sem hann verður gestur mástofunnar þá.