Fara í efni

Saxófónkvartett leikur fyrir íbúa Lögmannshlíðar

Saxófónkvartett leikur fyrir íbúa Lögmannshlíðar

Fimmtudaginn 29. október lagði saxófónkvartett Tónlistarskólans á Akureyri leið sína upp á öldrunarheimilið Lögmannshlíð til að leika fyrir íbúana þar. Veðurguðirnir voru saxófónleikurunum hliðhollir að því leyti að veður var nógu gott til þess að mögulegt væri að spila utandyra. En vegna sóttvarna mátti tónlistarfólkið eins og gefur að skilja ekki fara inn í húsið.
 
Áheyrendur komu sér fyrir við glugga sem sneru út að garðinum, þar sem kvartettinn stóð, og opnuðu þá svo tónlistin heyrðist inn. Af því varð hin besta skemmtun og hetjulegir saxófónleikararnir létu engan bilbug á sér finna þó fingur og hljóðfæri kólnuðu eftir því sem á leið. Þau léku mörg góð lög, og eiga mesta hrós skilið fyrir dugnað sinn, töffarasksap og fallegan og skemmtilegan leik.
 
Tónlistarskólinn þakkar fólkinu á Lögmannshlíð fyrir skemmtilega stund saman!