Fara í efni

Síðasti kennsludagur í Tónlistarskólanum

Síðasti kennsludagur í Tónlistarskólanum

Síðasti kennsludagur í tónlistarskólanum á Akureyri þetta skólaárið er fimmtudagurinn 27. maí.  Nú í ár verða ekki formleg skólaslit en kennarar munu afhenda sínum nemendum lokanámsmat þriðjudaginn 1. júní í húsnæði tónlistarskólans.  Kennarar munu hafa samband við sína nemendur vegna þessa. 

Við viljum fyrir hönd skólans þakka ykkur fyrir samstarfið í vetur.  Það hefur verið óhefðbundið og oft krefjandi en við erum afskaplega ánægð með að okkur tókst að halda úti kennslu í allan vetur og að ekki kom upp smit hjá okkur.  Það er ekki síst ykkur að þakka og því hversu vandlega þið fylgduð sóttvarnarleiðbeiningum. 

Þrátt fyrir allt tókst okkur að halda nokkra tónleika bæði innan skóla og utan.  26 nemendur luku grunnprófi, 4 miðprófi og 5 framhaldsprófi auk þess sem 4 nemendur luku námi í skapandi deild. 

Við horfum björtum augum til næsta skólaárs.  Við stefnum að formlegri skólasetningu föstudaginn 27. ágúst og kennsla mun svo hefjast mánudaginn 30. ágúst. 

Gleðilegt sumar!