Söngvaflóð leikskólanna í Hofi 9. apríl

Tónlistarskólinn á Akureyri í samvinnu við leikskóla bæjarins bjóða öllum bæjarbúum á tónleika í Hamraborg þriðjudaginn 9. apríl. Þar mun elsti árgangurinn (2013) syngja sum af uppáhaldslögunum sínum við undirleik hljómsveitar úr Tónlistarskólanum á Akureyri.

Kl 9:30 koma fram börn frá Hólmasól, Lundarseli, Krógabóli og Naustatjörn
KL 10:40 koma fram börn frá Hulduheimum, Iðavelli, Kiðagili, Pálmholti og Tröllaborgum.

Aðgangur ókeypis og allir hjartanlega velkomnir.

Þessir tónleikar eru hluti af Barnamenningarhátíð