Sóttvarnarlokun og páskafrí

Vegna hertra sóttvarnarreglna var tónlistarskólanum, líkt og öðrum skólum lokað fimmtudaginn 25. mars og föstudaginn 26. mars, og mun skólinn verða lokaður fram á skírdag.  Á þessum tíma er öll kennsla og æfingar í húsnæði skólans óheimilar.   Ef nemendur geyma eitthvað í skólanum sem þarf að nálgast, er best að tala við starfsfólk skrifstofu skólans.

Við fáum svo vonandi nýjar reglur eftir páska. Samkvæmt skóladagatalinu ætti kennsla að hefjast á nýjan leik eftir páskafrí 6. apríl. Við munum senda nánari upplýsingar þegar nær dregur og við vitum hvar við stöndum. 

Vonandi verður þetta bara stutt og snörp lota. 

Gleðilega páska!