Stefán Elí gefur út breiðskífuna Pink Smoke

 

Stefán Elí hefur nýverið sent frá sér síða þriðju breiðskífu, og ber hún nafnið Pink Smoke.  Platan hefur verið rúmt ár í smíðum og hafa átta af tíu lögum plötunnar komið út áður á streymisveitum.

Platan inniheldur engu að síður tvö splunkuný lög.  Annað þeirra, Alone On Earth skartar gullfallegu sópran saxafónsóli sem Phil Doyle, fagstjóri rytmískrar deildar spilar af sinni alkunnu snilld.  Aðrir gestir á plötunni eru Kristján Edelstein sem spilar á gítar í Walk You to Japan, Haukur Pálmason, sem bætir við slagverki í nokkur lög, og söngvararnir Rán Ringsted, Birkir Blær, og Ivan Mendez.  Það má því segja að þó nokkrir nemendur og kennarar tónlistarskólans komi að verkinu.

Stefán Elí fagnaði útkomu plötunnar í Hlöðinni, Litla Garði laugardagskvöldið 24. nóvember síðastliðinn með vinum og vandamönnumm, og við það tækifæri tók Eyþór Ingi Jónsson myndirnar hér að neðan.

Platan er sem fyrr segir fáanlega á helstu streymisveitum.  Hér er t.d. hægt að hlusta á hana á Spotify:

Stefán Elí

Stefan Eli

Stefan Eli