Stefán Elí og Birkir Blær saman í nýju lagi

Stefán Elí hefur sent frá sér sína þriðju smáskífu á þremur mánuðum, en tónlistarverkefni hans í vetur er að senda frá sér eitt lag (eða fleiri) á mánuði.  Nýjasta lagið ber heitið  "You Can't Save Me" og í þessu lagi er Stefán Elí ekki einn á ferð, en Birkir Blær syngur seinni part lagsins, ásamt því að koma að því að semja verkið.  Báðir leika þeir einnig á gítara, en eins og með fyrri lög Stefáns Elís stjórnar hann upptökum sjálfur.

Lagið er komið á allar helstu tónlistarveitur. Hér má hlusta á það á Spotify

Jafnframt er búið að bæta laginu á spilunarlista skapandi tónlistar