Stefán Elí og Gaui gefa út berstrípaða útgáfu af trip to the stars

Lagið Trip to the Stars með Stefáni Elí kom upprunalega út sem smáskífa haustið 2018.  Lagið naut töluverðra vinsælda og komst meðal annars á spilunarlista bæði á Rás 2 og Útvarp 101.  Lagið kom næst út á breiðskífunni Pink Smoke í nóvember 2019.  Fyrir útgáfutónleika þeirrar plötu hafði Stefán Elí samband við Gauja (Guðjón Jónsson) og saman útsettu þeir lagið fyrir píanó og söng og fluttu það þannig á útgáfutónleikunum.  Nú hafa þeir félagar ásamt Rún Árnadóttur sellóleikara tekið upp lagið með píanó, selló og söng.

Svona órafmögnuð og berstrípuð útgáfa er töluvert frábrugðin þeirri tónlist sem Stefán Elí hefur sent frá sér á undanförnum árum, en þar hefur gítarinn ásamt electronic verið í hvað stærstu hlutverki.  

Lagið er komið á helstu streymisveitur veraldar

Hér má hlusta á það á Spotify:

Lagið er svo að sjálfsögðu komið á spilunarlista Skapandi Tónlistar 

Youtube geymir svo myndband við lagið: