Stórsveitarsveifla í Hofi 2. febrúar.

Tónlistarfélag Akureyrar bíður nemendum og kennurum Tónlistarskólans á Akureyri í Stórsveitarsveiflu sunnudaginn 2. febrúar kl 14 í tilefni af Degi Tónlistarskólanna þann 8. febrúar. Þetta er viðburður í sérflokki þar sem tækifæri gefst til þess að hlusta á frábæra tónlist frá gullaldarárum sveiflutónlistarinnar og einnig að læra dansspor undir handleiðslu Önnu Breiðfjörð.

Tækifæri fyrir dansglaða að læra nokkur "swing" dansspor við undirleik lifandi tónlistar. Stórsveit Tónlistarskólans er skipuð nemendum en einnig leika með Vilhjálmur Ingi Sigurðursson á trompet og hrynsveit skipuð Phil Doyle á píanó, Valgarði Óla Ómarssyni á trommur og Tuma Hrannari Pálmasyni á bassa.

 

Styrktaraðilar eru Akureyrarbær, Norðurorka, MAK og Rannís