Þórdís Petra með tónleika á R5 9. maí kl. 21:00

Þórdís Petra er nemandi í Skapandi Tónlist hér við Tónlistarskólann á Akureyri.  Hluti af lokaverkefni hennar þetta árið eru tónleikar á R5 fimmtudaginn 9. maí kl. 21:00.

Lagavalið er blanda af tökulögum og frumsömdu efni en með henni spila Eyþór Darri á bassa og Una Haralds á hljómborð.
Ekki missa af þessari hæfileikaríku söngkonu!