TÓLF TÓNAR OG KRAKKAORGEL-ÆVINTÝRI

TÓLF TÓNAR OG KRAKKAORGEL-ÆVINTÝRI
 
Laugardaginn 22. maí á Listasafninu á Akureyri leikur orgelkennarinn okkar, Sigrún Magna Þórsteinsdóttir, tónlistarævintýrið Maurinn og Engisprettuna á hið fræga krakkaorgel. Tónleikarnir verða stuttir, haldnir kl. 15 og aftur kl. 16. Einnig frumflytur hún á rafmagnspíanó tvö stutt verk eftir húsvíska tónskáldið, Guðrúnu Ingimundardóttur. Fyrirtaks tónleikar fyrir forvitna tónókrakka, stóra, smáa, unga og aldna!

Kl. 14:45 má líka fylgjast með Sigrúnu Mögnu púsla saman orgelinu úr ótal pörtum. Það getur verið spennandi að sjá hljóðfæri taka á sig mynd. Öll velkomin!