Fara í efni

Tónfræði í fjarkennslu

Tónfræði í fjarkennslu

Tónlistarskólinn á Akureyri hefur hafið samstarf við tonlistarkennsla.net um fjarkennslu í tónfræði.  Fyrst um sinn er einn áfangi í boði, sem nær yfir grunnstigið í tónfræði og tónheyrn.  Nemendum tónlistarskólans, 14 ára og eldri býðst að skrá sig í námið sem fer alfarið fram á netinu.  Fyrirlestrar eru í formi myndbanda, og síðan eru verkefni og próf sem nemendur vinna í tölvum sínum og snjalltækjum þegar þeim hentar.  Tónfræðin á grunnstigi er á tveimur önnum, og þurfa menn að standast haustönnina til að komast á vorönnina.  Þeir sem standast vorönnina hafa þá lokið grunnprófi í tónfræði.

14 nemendur hafa nú skráð sig í þetta nýja nám.

Við í tónlistarskólanum erum afskaplega ánægð með þetta nýja námsframboð og sjáum fram á að nú geti fleiri lært tónfræði en áður, en stundum hafa nemendur ekki getað lært tónfræði vegna þess að tímasetningar kennslunnar hafi skarast á við annað í stundarskrá þeirra.