Tónlistarskólinn að fara á fullt

Hof
Hof

Nú fer að líða að skólabyrjun í Tónlistarskólanum á Akureyri.  Við ætluðum að hafa formlega skólasetningu þann 26. ágúst en vegna samkomutakmarkanna verður því miður ekkert af því.  Kennarar munu hafa samband við sína nemendur nú í vikunni. Kennarar og nemendur/foreldrar finna í sameiningu hentuga tímasetningu fyrir einkatímana og ræða um í hvaða tónfræði, samspili og þess háttar nemandinn verður.

30. ágúst hefst kennsla í hljóðfæragreinum og söng.
6. september hefst kennsla í tónfræðigreinum og öðrum hóptímum.
13. september hefjast æfingar í hljómsveitum og öðrum samspilshópum. 

Við hlökkum til að sjá ykkur.