Vel heppnaðir BíóPopptónleikar Blásarasveitanna

Mánudaginn 18.mars hélt Blásarasveit Tónlistarskólans BíóPopp tónleika í Hömrum fyrir fullum sal.

Grunnsveit Tónlistarskólans spilaði sem sérstakur gestur og hóf tónleikana á tveimur hressum popplögum.

Blásarasveitin tók síðan við og spilaði verk héðan og þaðan úr kvikmyndaheiminum með myndbrotum á stórum skjá fyrir ofan. 

Tónleikarnir voru hluti af fjáröflun sveitanna sem í sumar halda á stórmót skólahljómsveita í Gautaborg.

Tónleikarnir þóttu einstaklega vel heppnaðir og frábær skemmtun.  Til hamingju!

 

myndir frá tónleikunum:

BíóPopp tónleikar