Velkomin í Tónlistarskólann á Akureyri

Kennarar okkar koma til vinnu mánudaginn 26. ágúst og í þeirri viku verða tímasetningar einkatíma ákveðnar í samráði við nemendur og foreldra/forráðamenn. Allir nemendur eiga að hafa fengið bréf eða netpóst þar sem fram kemur nafn hljóðfæra-/söngkennara en ef það er ekki vitað hafði þá endilega samband við skólann.

Skólasetning verður miðvikudaginn 28. ágúst kl. 18:00 í Hamraborg í Hofi og fyrsti kennsludagur verður föstudaginn 30. ágúst.  Kennsla forskóla og tónfræðigreina hefst  9. september, og samspilshópar koma fyrst saman í 3. viku skólans, eða í vikunni 16. - 20. september. Nemendur skrá sig í tónfræði og samspil í samráði við umsjónarkennara sinn, en það er hljóðfæra-/söngkennarinn.