Veturinn eftir Vivaldi

Sunnudaginn 15. september verða haldnir frábærir strengjatónleikar í Hömrum í Hofi kl. 16.00. Á tónleikunum sameinast strengjasveitir frá Kaupmannahöfn og Gdansk strengjasveitum Tónlistarskólans á Akureyri og flytja verk eftir Vivaldi, Raats, Nielsen, Weber, S.Saens og fleiri. Frábærir tónleikar fyrir alla fjölskylduna og allir velkomnir. Aðgangur ókeypis.