Viljar Niu með sitt þriðja lag á árinu

Viljar Niu virðist vera kominn á fulla ferð.  Nú um helgina kom út hans þriðja lag á árinu.  Lagið ber nafnið All Seeing I, og kraftmikið og hressandi.  Auk þess að syngja og pródúsera, þá mixar og masterar Viljar Niu lagið sjálfur.  Lagið mun verða lag númer 8 á væntanlegri breiðskífu Viljars.

Þess má geta líka að Viljar Niu mun koma fram á Backpackers 3. apríl ásamt Shadow.  Takið kvöldið frá.

Hér má hlusta á nýja lagið á Spotify:

Lagið er jafnframt komið á spilunarlista skapandi tónlistar