• Viltu stunda nám við Tónlistarskólann á Akureyri

    Viltu stunda nám við Tónlistarskólann á Akureyri

    Í skólanum er hægt að stunda ritmískt og klassískt nám með öflugu hljómsveitastarfi í samræmi við aðalnámsskrá tónlistarskólanna auk gæðanáms í elstu Suzukideild landsins.  Auk Suzukideildarinnar skiptist skólinn í 4 deildir en það eru grunndeild, klassísk deild, ritmísk deild og skapandi tónlist.

    Viltu stunda nám við Tónlistarskólann á Akureyri
Gitarvika Tonak 2018

Í febrúar stóð gítareild Tónlistarskólans á Akureyri fyrir samspilsviku.  Í stað hefðbundinna einkatíma spiluðu gítarnemendur skólans saman í ýmsum hópum.  Auk þess að spila á gítara fengu nemendur að prófa hið fornfræga íslenska hljóðfæri langspil.  

 

Hér sjáum við Elínu og Söndru, ásamt kennurunum Kristjáni og Daniele leika Á Sprengisandi.

Eik Haraldsdóttir - Þorgerðartónleikar 2018

Eik Haraldsdóttir syngur hér lagið Misty eftir Erroll Garner á Þorgerðartónleikum 2018

Oslo Kids in Jazz

Þann 1. febrúar næstkomandi mun Tónlistarskólinn á Akureyri fá góða gesti frá Noregi.  Þetta er hópur frá jazz tónlistarskóla þar í landi, sem mun halda jazz námskeið fyrir nemendur okkar.  Allir nemendur tónlistarskólans geta tekið þátt.