Fara í efni

Fagott

Fagottið er stórt hljóðfæri og þurfa nemendur að hafa náð vissum líkamlegum þroska til að ráða við það. Þetta á sérstaklega við um hendur sem þurfa að hafa náð lágmarksstærð. Til að hefja nám á fagott þarf nemandi yfirleitt að hafa náð 12–13 ára aldri.

Mælt er með að nemendur, sem hyggjast leika á fagott, læri á annað hljóðfæri áður til þess meðal annars að þjálfast í nótnalestri. Algengast er að byrja að læra á klarínettu eða annað blásturshljóðfæri þótt mörg dæmi séu um að píanó- eða strengjanemendur skipti yfir á fagott með góðum árangri.

FAGOTT

Nám á fagott skiptist í einkatíma og hljómsveitaræfingar með blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri. Að auki fá nemendur tækifæri til að spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir aðalnámskrá tónlistarskóla og fagottnemendur byrja að sækja tónfræðitíma þegar kennarar telja það tímabært.

Tónlistarskólinn leigir út hljóðfæri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráð fyrir að nemendur eignist eigið hljóðfæri þegar þeir eru komnir nokkuð áleiðis í námi sínu. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara þegar kemur að hljóðfærakaupum.

Námsleiðir í boði

Fornám (5-9 ára) Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut