Fara í efni

Fiðla

Fiðlan er minnsta hljóðfærið í strengjafjölskyldunni og hefur hæsta tónsviðið. Á fiðlu er haldið þannig að hljóðfærið er sett á vinstri öxl, og vanginn lagður á þar til gert bretti, hökubretti. Fingur vinstri handar eru síðan settir á strengina til að breyta tónum. Boginn hafður í hægri hendi og strokið eftir strengjunum.

Tónlistarskólinn á Akureyri er með Suzukideild þar sem mikil áhersla er lögð á nám fyrir yngri nemendur, hlustun, og hópastarf.

Nemendur í Suzukinámi eru allir á Áfangabraut þar sem hér er um kennsluaðferð að ræða og geta þau öll tekið grunn- mið og framhaldspróf eins og aðrir nemendur þegar framvindan verður meiri.

Myndband

Sækja um fiðlunám 

 

Námsleiðir í boði

Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut

Marteinn Jakob Ingvason Lazararz
Kennari
Fiðla , Suzukifiðla
Ég heiti Marteinn Jakob Ingvason Lazarz, er fæddur 1975 og er fiðlukennari og fidluleikari.
Ég hóf störf hjá TONAK árið 2000 en hjá Tónlistar skólanum Eyjafjardar árid 2001.  Byrjadi i fiðlunámi 6 áran og kláraði students próf bæði á fiðlu og píanó árid 1994 og lauk svo háskóla námi árið 2000 frá Music Academy of Katowice I Póllandi með mastersgráðu í einleik á fiðlu og fiðlukennslu.  Ég er líka med Suzuki kennslu réttindi.  Kennarar minir voru Lilja Hjaltadóttir Og Anna Podhajska.  Starfid mitt hér á Akureyri er mjög gefandi, spennandi og skemmtilegt og ég hlakka alltaf til að sjá nýja nemendur í strengjahópinn okkar.;) 
Tomasz Kolosowski
Kennari
Fiðla, Suzukifiðla, Strengjasv. 1, Fagstjóri

Tomasz kom til starfa haustið 2010 og hefur kennt á á fiðlu á hefðbundinn hátt og samkvæmt Suzuki aðferðinni. Hann lauk BA (Bachelor of Arts) gráðu í fiðluleik árið 2009 og MA (Master of Arts) gráðu árið 2011 frá Tónlistarakademíunni í Gdansk í Póllandi. Tomasz kennir einkatíma, Suzukihóptíma, stjórnarstrengjasveit 1 og er fagstjóri í strengjadeild. Hann er meðlimur í Sinfóníhljómsveit Norðurlands og Sinfonianord.  

Sofiia Fedorovych
Kennari
Suzukifiðla

Sofiia Fedorovych er frábær fiðlukennari frá Úkraínu sem hefur búið á Íslandi frá því árið 2023. Hún lauk mastersgráðu með láði í fiðluleik og kennslufræðum frá Precarpathian Ríkisháskólanum í Úkraínu, hefur síðan tileinkað sér Suzuki aðferðina þar sem hún hefur hlotið vottun sem "Level 3" Suzuki kennari hjá alþjóðlegu Suzuki samtökunum og er nú að ljúka "Level 4" námi. Sofiia hefur kennt á fiðlu frá árinu 2001 og hefur helgað sig því að leiða ung börn í gegnum Suzukifiðlunám allt að útskrift.