Fara í efni

Klarinett

Klarínetta er blásturshljóðfæri sem tilheyrir tréblástursfjölskyldunni. Klarínetta lítur út eins og langt rör með mörgum götum og tökkum. Til þess að fá tón úr hljóðfærinu er þunnt bambusblað fest yfir gat á munnstykkið, sem víbrar þegar blásið er í það. Þannig hljómar fallegi tónn hennar.  Í klarínettufjölskyldunni eru ótal klarínettur. Algengastar eru B-klarínettur (venjuleg klarínetta), A-klarínetta, bassaklarínetta og es-klarínetta. Mun fleiri týpur eru til en þær eru sjaldgæfari.  Klarínettan er mjög fjölhæft hljóðfæri og gegnir veigamiklu hlutverki í mörgum hljómsveitum, svo sem sinfóníuhljómsveitum, lúðrasveitum og klezmer-hljómsveitum. þíður tónn klarínettsins skapar mótvægi við skæran hljóm málmblásaranna. Klarínettan er einnig sérstök að því leyti að tónsvið hennar nær yfir um það bil sjö áttundir. Það þýðir að hún getur bæði spilað djúpa tóna, með djúpu hljóðfærunum í hljómsveitinni, og hærri og bjartari tóna með flautunum.

KLARINETT

Flest börn geta hafið nám á B-klarínettu um 8-10 ára gömul, þó fer það eftir líkamsburðum og fingrastærð hvers og eins. Einnig eru fáanlegar léttar og meðfærilegar C-klarínettur sem gefa nemendum möguleika að byrja nokkru fyrr, eða um 7 ára aldur. Þeir sem byrja að læra á slík hljóðfæri geta síðan skipt síðar yfir á venjulega B-klarínettu. Tónlistarskólinn leigir út hljóðfæri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráð fyrir að nemendur eignist eigið hljóðfæri þegar þeir eru komnir nokkuð áleiðis í námi sínu. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara þegar kemur að hljóðfærakaupum.

Nám á klarínettu skiptist í einkatíma og hljómsveitaræfingar með Blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri en að auki fá nemendur tækifæri til að spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir aðalnámskrá tónlistarskóla og klarínettunemendur byrja að sækja tónfræðitíma þegar kennarar telja það tímabært.

Námsleiðir í boði

Fornám (5-9 ára) Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut

Michael Devin Weaver
Kennari
Saxófónn, Klarinett

Sem tónlistarmaður hef ég leikið í Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku (Mexíkó, Kanada og 37 ríkjum Bandaríkjanna), m.a. fyrir Bandaríkjaforseta, á 10 ára starf að baki á Broadway Söngleikjum í New York og lék 1. klarinettu í All-American College Orchestra.  Fyrrum nemendur hafa verið samþykktir í Julliard, Manhattan School of Music, New England Conservatory, U. of Miami, Indiana U., North Texas, "Grammy High-school band," og NYO Jazz.  Mér finnst bæði mjög gaman að vinna með byrjendum og lengra komnum.