Fara í efni

Klassískur söngur

 

Söngnám er talsvert ólíkt öðru hljóðfæranámi að því leiti að röddin sjálf er hljóðfærið. Hún er hluti af líkama hvers og eins og því einstök fyrir hvern einstakling. Röddin er einnig ólík mörgum öðrum hljóðfærum þar sem það er ekki hægt að ýta á einn takka til að framkvæma ákveðið hljóð. Þannig að söngur byggist mjög mikið á heyrninni okkar. Auk þess greinir söngnám sig frá öðru tónlistarnámi að því leiti að nemendur eru einnig að fást við túlkun á texta og framburð mismunandi tungumála. Nemendur byrja yfirleitt seinna í söngnámi en í öðru tónlistarnámi og því mjög misjafnt hvernig forþekking nemenda á tónlist er þegar þeir hefja söngnám. Sumir hafa lært á hljóðfæri í mörg ár, eða sungið í kórum áður en þeir hefja söngnám en aðrir hafa ekki stundað tónlistarnám áður en þeir byrja að læra söng.

Klassískur söngur

Markmið söngnámsins er að kenna nemendum heilbrigða raddbeitingu, túlkun og framkomu.

Nám í klassískum söng skiptist í þrjú stig, grunnstig, miðstig og framhaldsstig. Námið er einstaklingsmiðað og er því misjafnt hversu lengi nemendur eru á hverju stigi, en reikna má með að nemendur séu um tvö til þrjú ár að meðaltali að ljúka hverju stigi. Allir nemendur fá einkakennslu í söng klukkutíma á viku. Auk þess sækja nemendur undirleikstíma, samsöngstíma, tónfræðitíma og tónheyrnartíma. Nemendur þjálfast í að syngja með öðrum og það að vera leiðandi í tónlistarflutningi. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni. Nemendur fá tækifæri til að syngja á tónleikum og taka þátt í uppfærslum innan skólans og fá þannig þjálfun í sviðsframkomu og færni í að syngja fyrir áheyrendur. Kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskólanna.

Námsleiðir í boði

Fornám (5-9 ára) Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut

Eydís S. Úlfarsdóttir
Kennari
Söngur, Víóla, Suzukivíóla, Strengjasveit 3

Eydís nam víóluleik við Tónlistarskólann á Akureyri og útskrifaðist af tónlistarbraut MA. Framahaldsnám stundaði hún við Konunglega Concervatorium í Brussel og Concervatorium í Amsterdam. Eydís lagði stund á söngnám í Tónlistarskólanum í Garðabæ og TA. Framhaldsnám í söng stundaði hún í London og söngkennaranám í Söngskólanum í Reykjavík. Eydís hefur starfað sem söng- og víólukennari við Tónlistarskólann á Akureyri frá árinu 2006. Hún hefur verið virkur þátttakandi í tónlistarlífi á Norðurlandi,

Margrét Árnadóttir
Kennari
Söngur, Hringekja, Tónheyrn

Margrét hóf söngnám við Tónlistarskólann í Mosfellsbæ og hélt því söngnámi áfram á Akureyri þar sem hún lagði stund á kennaranám við Háskólann þar í bæ. Hún lauk burtfararprófi frá söngskólanum í Reykjavík vorið 2001 og framhaldsnámi ó söng frá Ljóða- og Óratoríudeild sem og Óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg árið 2003. Að loknu námi starfaði hún hjá Piccolo-óperunni í Stuttgart. Hún flutti svo aftur heim til Íslands og starfaði sem grunnskólakennari í nokkur ár og hóf svo störf við Tónlistarskólann á Akureyri 2014.  Margrét hefur gefið út hljómplötur, heldur reglulega einsöngstónleika og syngur með Kammerkór Norðurlands.