Fara í efni

Kontrabassi

Í strengjafjölskyldunni eru eftirtalin hljóðfæri, fiðla, víóla, selló og kontrabassi. Strengjahljóðfærin eru búin til úr við, afar fínleg og nákvæm smíð. Strengir á hljóðfærunum eru fjórir og leikið á þau með boga. Í boganum eru hrosshár sem strokið er eftir strengjunum og myndast þannig tónn. Strengjahljóðfærin eru smíðuð í mismunandi stærðum þannig krakkar geta snemma farið læra á þessi hljóðfæri, allt frá 4-5ára aldri.

Kontrabassinn er stærsta og dýpsta strengjahljóðfærið. Kontrabassi er það stórt hljóðfæri yfirleitt er leikið á það standandi eða sitjandi á sérstökum þar til gerðum stól. Fingur vinstri handar eru síðan settir á strengina til breyta tónum. Boginn hafður í hægri hendi og strokið eftir strengjunum.

Kontrabassi

 

Nemendur hefja strengjahljóðfæranámið á öllum aldri og allt frá 4-5 ára. Þegar þeir hafa náð grunntökum á hljóðfærinu og nótnalestri er þeim boðið að taka þátt í hljómsveitarstarfi. Seinna meir fá þau að læra að spila í minni samspilshópum Tónlistarskólinn á Akureyri er með Suzukideild þar sem mikil áhersla er lögð á nám fyrir yngri nemendur, hlustun, og hópastarf. Nemendur í Suzukideild eru þó í raun einnig í Áfanganámi og geta tekið grunn- mið og framhaldspróf eins og aðrir nemendur þegar framvindan verður meiri. Sömuleiðis er hægt að velja hefðbundið tónlistarnám á áfangabraut eins og á önnur hljóðfæri. Hægt er að nálgast allar upplýsingar um námsleiðir hér fyrir neðan.

Námsleiðir í boði

Fornám (5-9 ára) Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut

Ásdís Arnardóttir
Kennari
Selló, Suzukiselló, Kontrabassi, Sellókór, Strengjasveit 2

Ásdís Arnardóttir eða Dísa Selló er frábær kennari.  Hún kennir á selló, kontrabassa og stjórnar strengjasveitum svo fátt eitt sé nefnt og kennir samkvæmt Suzukiaðferðinni.  Dísu er margt til lista lagt.  Hún spilar með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands, er í stjórn Tónlistarfélags Akureyrar og er alltaf að gera eitthvað skemmtilegt hvort sem það er að skipuleggja skólatónleika eða standa fyrir kammertónleikum á Akureyri.  Ásdís var bæjarlistarmaður Akureyrarbæjar árið 2021.