Fara í efni

Óbó

Þegar borinn er saman fjöldi nemenda í óbóleik og nemendafjöldi á flest önnur blásturshljóðfæri kemur óneitanlega í ljós að óbóið hefur verið eftirbátur. Margar skýringar eru á þessu, svo sem hátt verð á byrjendahljóðfærum og ef til vill ónóg kynning á þessu söngræna hljóðfæri. 

Systurhljóðfæri óbósins eru englahornið (Cor Anglais) og óbó d’amore.

Bæði þessi hljóðfæri lifa sjálfstæðu lífi í tónbókmenntunum og er því mikilvægt að nemendur kynnist þeim af eigin raun ef mögulegt er. Óbóið gegnir stóru hlutverki í snfóníuhljómsveitum og í tónlistarskólanum leika óbóleikarar með blásarsveitunum, píanónemendum og strengjum.

Óbó

Algengast er að nám í óbóleik hefjist þegar nemendur eru 9 til 12 ára, þó að allmörg dæmi séu þess að nemendur hafi byrjað fyrr.

Mælt er með að nemendur, sem hyggjast leika á óbó, læri á annað hljóðfæri áður til þess meðal annars að þjálfast í nótnalestri. Algengast er að byrja að læra á klarínettu eða annað blásturshljóðfæri.

Tónlistarskólinn leigir út hljóðfæri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráð fyrir að nemendur eignist eigið hljóðfæri þegar þeir eru komnir nokkuð áleiðis í námi sínu. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara þegar kemur að hljóðfærakaupum.

Nám á óbó skiptist í einkatíma og hljómsveitaræfingar með blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri. Að auki fá nemendur tækifæri til að spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir aðalnámskrá tónlistarskóla og óbónemendur byrja að sækja tónfræðitíma þegar kennarar telja það tímabært.

Námsleiðir í boði

Fornám (5-9 ára) Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut