Fara í efni

Rafbassi

 

 

 

Rafbassinn er ungt hljóðfæri. Hann var fundinn upp á fjórða áratug síðustu aldar en komst fyrst í almenna notkun upp úr 1950. Rafbassinn er ómissandi í rokk-, popp- og blústónlist en einnig notaður nokkuð í djass- tónlist.

Rafbassi

Algengast er að námið geti hafist um 8 ára aldur og flestir nemendur geta notað venjulegan rafbassa frá um það bil 8 - 10 ára aldri. Til eru rafbassar í barnastærð en þeirra er yfirleitt ekki þörf. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara þegar kemur að hljóðfærakaupum.

Nám á rafbassa skiptist í einkatíma og hljómsveitarstarf. Kennt er eftir aðalnámskrá tónlistarskóla og nemendur byrja að sækja tónfræðitíma þegar kennarar telja það tímabært.

Námsleiðir í boði

Fornám (5-9 ára) Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut

Stefán Daði Ingólfsson
Kennari
Rafbassi, Hljómsveitir

Stefán Daði Ingólfsson er frábær kennari.  Hann stundaði nám við Tónlistaskóla FÍH og Musicians Institute í Los Angles og hefur starfað við Tónlistaskólann á Akureyri frá árinu 2003.  Stefán hefur spilað með hinum ýmsu hljómsveitum s.s. Súld,JJ Soul band, Mór og Tregasveitinni auk þess að hafa starfað í söngleikjauppfærslum hjá Leikfélagi Akureyrar.