Fara í efni

Rytmískur söngur

Rytmískt söngnám er talsvert ólíkt öðru rytmísku hljóðfæranámi að því leiti að röddin sjálf er hljóðfærið. Hún er hluti af líkama hvers og eins og því einstök fyrir hvern einstakling. Röddin er einnig ólík mörgum öðrum hljóðfærum þar sem það er ekki hægt að ýta á einn takka til að framkvæma ákveðið hljóð. Þannig að söngur byggist mjög mikið á heyrninni okkar. Auk þess greinir rytmískt söngnám sig frá öðru rytmísku tónlistarnámi að því leiti að nemendur eru einnig að fást við túlkun á texta og framburð mismunandi tungumála og míkrafóntækni. Nemendur byrja yfirleitt seinna í söngnámi en í öðru tónlistarnámi og því mjög misjafnt hvernig forþekking nemenda á tónlist er þegar þeir hefja söngnám. Sumir hafa lært á hljóðfæri í mörg ár, eða sungið í kórum áður en þeir hefja söngnám en aðrir hafa ekki stundað tónlistarnám áður en þeir byrja að læra söng.

Markmið rytmíska söngnámsins er að kenna nemendum heilbrigða raddbeitingu, túlkun, framkomu og míkrófóntækni. Nám í rytmískum söng skiptist í þrjú stig, grunnstig, miðstig og framaldsstig. Námið er einstaklingsmiðað og er því misjafnt hversu lengi nemendur eru á hverju stigi, en reikna má með að nemendur séu um tvö til þrjú ár að meðaltali að ljúka hverju stigi. Allir nemendur fá einkakennslu í söng klukkutíma á viku. Auk þess sækja nemendur undirleikstíma, samsöngstíma, tónfræðitíma og tónheyrnartíma. Spuni er stór þáttur í rytmísku söngnámi og þjálfast nemendur í tækni til að takast á við þann þátt námsins.

Rytmískur söngur

 

Nemendur þjálfast í að syngja með öðrum og að vera leiðandi í tónlistarflutningi. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni. Nemendur fá tækifæri til að syngja með rytmískum hljómsveitum, taka þátt í uppfærslum innan skólans og fá þannig þjálfun í sviðsframkomu og færni í að syngja fyrir áheyrendur. Kennt er samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskólanna.

Námsleiðir í boði

Fornám (5-9 ára) Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut

Erla Mist Magnúsdóttir
Kennari
Rytmískur söngur, Forskóli, Barna & unglingasöngdeild

Erla Mist er fagstjóri BAUN (ungsöngvaradeild) og kennir söng bæði í BAUN og rytmísku söngdeildinni auk þess að kenna forskóla.

Erla Mist hóf söngnám sitt við Tónlistarskólann á Akureyri og hélt að loknu stúdentsprófi frá MA suður í Tónlistarskóla FÍH/MÍT þaðan sem hún lauk framhaldsprófi í rytmískum söng árið 2019. Árið 2023 lauk hún B.Mus.Ed. gráðu í Rytmískri söng og hljóðfærakennslu frá Listaháskóla Íslands.

Þórhildur Örvarsdóttir
Kennari
Rytmískur söngur, CVT, Fagstjóri

Þórhildur er fagstjóri í rytmískri söngdeild, hún kennir söng í rytmísku söngdeildinni og skapandi deildinni auk þess að kenna CVT hóptíma. Þórhildur lærði söng við Tónlistarskólann á Akureyri og Tónlistarskóla FÍH og lauk einsögnvaraprófi frá Söngskólanum í Reykjavík árið 2000. Hún lauk söngvara- og söngkennaraprófi úr Complete Vocal Institute í Kaupmannahöfn 2008. Auk þess er hún með mastersgráðu í miðaldafræðum frá Háskólanum í Aberdeen. Hún hóf störf við Tónlistarskólann á Akureyri 2013 og hefur starfað þar síðan. Sem söngvari hefur Þórhildur komið víða við og hefur hún komið fram á tónleikum og gefið út plötur hér heima og erlendis, bæði sjálf og í ýmsum samstarfsverkefnum. Þess utan hefur hún sungið inn á fjölda kvikmynda, sjónvarpsþátta og tölvuleikja.