Fara í efni

Saxófónn

Nám á saxófón getur hafist þegar nemendur hafa líkamlega burði til að leika á og ferðast með hljóðfærið. Algengast er að saxófónnám hefjist þegar nemendur eru 10–12 ára gamlir þó að dæmi séu þess að nemendur hafi byrjað fyrr. Oft þykir æskilegt að nemendur læri á annað minna og meðfærilegra tréblásturshljóðfæri fyrst t.d. klarínettu og skipti svo þegar kennarinn telur henta. Þetta getur verið heppilegt en er þó alls ekki nauðsynlegt.

Algengustu meðlimir saxófónfjölskyldunnar eru sópran-, alt-, tenór- og barítónsaxófónar.

Megnið af klassískum tónbókmenntum saxófónsins er skrifað fyrir altsaxófón. Algengast er því að nemendur læri á það hljóðfæri, einkum þeir sem áhuga hafa á klassískri tónlist.

Öllum saxófónnemendum er þó hollt að kynnast fleiri en einum af meðlimum saxófónfjölskyldunnar einhvern tíma á námsferlinum.

Saxófónnemendur læra að spila tónlist frá hinum ýmsu tímabilum tónlistarinnar. Saxófónninn er mjög vinsæll í jazztónlist og kjörið hljóðfæri fyrir þá sem vilja spreyta sig á hinum ýmsu tónlistarstílum.

SAXÓFÓNN

Nám á saxófón skiptist í einkatíma og hljómsveitaræfingar með blásarasveitum Tónlistarskólans á Akureyri. Að auki fá nemendur tækifæri til að spila í minni samspilshópum. Kennt er eftir aðalnámskrá tónlistarskóla og saxófón-nemendur byrja að sækja tónfræðitíma þegar kennarar telja það tímabært.

Tónlistarskólinn leigir út hljóðfæri til nemenda sinna fyrstu árin en yfirleitt er gert ráð fyrir að nemendur eignist eigið hljóðfæri þegar þeir eru komnir nokkuð áleiðis í námi sínu. Mikilvægt er að ráðfæra sig við kennara þegar kemur að hljóðfærakaupum.

Námsleiðir í boði

Fornám (5-9 ára) Áfangabraut (5 ára+) Stúdentsbraut

Michael Devin Weaver
Kennari
Saxófónn, Klarinett

Sem tónlistarmaður hef ég leikið í Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku (Mexíkó, Kanada og 37 ríkjum Bandaríkjanna), m.a. fyrir Bandaríkjaforseta, á 10 ára starf að baki á Broadway Söngleikjum í New York og lék 1. klarinettu í All-American College Orchestra.  Fyrrum nemendur hafa verið samþykktir í Julliard, Manhattan School of Music, New England Conservatory, U. of Miami, Indiana U., North Texas, "Grammy High-school band," og NYO Jazz.  Mér finnst bæði mjög gaman að vinna með byrjendum og lengra komnum.