Búið er að opna fyrir umsóknir um tónlistarnám skólaárið 2019-2020

Búið er að opna fyrir umsóknir um tónlistarnám skólaárið 2019-2020. Umsóknarformið er rafrænt á heimasíðu skólans, hér.

 

Tónlistarnám skólaárið 2019-2020 - umsóknarfrestur: 12. maí

Umsóknarfrestur um skólavist veturinn 2019-2020 er 12. maí, en ef verið er að sækja um nám á stúdentsbrautum tónlistarskólans þá er umsóknarfrestur 12. apríl. (sjá hér fyrir neðan)

Við viljum minna núverandi nemendur og nemendur á biðlista á að sækja um tónlistarnám eigi síðar en 12. maí fyrir skólaárið 2019-2020. Ef umsókn hefur ekki borist 13. maí þá verða núverandi nemendur og nemendur á biðlista teknir af skrá yfir nemendur skólaársins 2019-2020 og nýir nemendur teknir inn í þeirra stað. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum hér á heimasíðu skólans.

 

Stúdentsbrautir Tónlistarskólans á Akureyri - umsóknarfrestur: 12. apríl

Nemendur sem sækja um nám á stúdentsbrautum tónlistarskólans fylgja dagsetningum framhaldsskólanna um umsóknarfrest forinnritunar sem er til og með 12. apríl. Við reiknum með mikilli aðsókn að námi á stúdentsbrautunum og hvetjum því nemendur til að sækja um eigi síðar en 12. apríl. Mikilvægt er að nemendur sem sækja um nám á stúdentsbrautunum taki það fram í athugasemdarreit í umsókninni.

Inntökuviðtöl nýrra nemenda í Skapandi tónlist verða 23. - 30. apríl.

Nemendur sem sækja um nám á stúdentsbrautum eftir 12. apríl verða teknir inn eftir því sem pláss leyfir, fyrstur kemur fyrstur fær. Á þessu tímabili verða inntökuviðtöl í Skapandi tónlist eins fljótt og mögulegt er eftir að umsókn berst, svo lengi sem hægt verður að bæta við nemendum. Eingöngu verður tekið við rafrænum umsóknum hér á heimasíðu skólans.

 

Hljóðfæraleiga

Þeir sem hyggja ekki á áframhaldandi nám á skólaárinu 2019-2020 þurfa að skila inn hljóðfærum sem þeir eru með í leigu fyrir 1. júní til að komast hjá því að greiða leigugjald fyrir júní – ágúst.

Þeir nemendur sem endurnýja umsókn sína fyrir næsta skólaár geta haldið hljóðfærunum yfir sumartímann og borgað þá leigu fyrir júní-ágúst.

 

Nemendur í framhaldsnámi og þeir sem eru í miðnámi í söng

Vegna samkomulags við ríkið um greiðslu á kennslukostnað allra nemenda í framhaldsnámi og þeirra sem eru í miðnámi í söng skal tekið fram að umsókn þessara nemenda er bindandi og óuppsegjanleg fyrir allt skólaárið 2019-2020, þ.e. ekki er hægt að hætta á miðjum vetri.