Fara í efni

Hljóðupptökutækni 2a

Hljóðupptökutækni 2a

Haustönn 2018 

Kennari: Haukur Pálmason 

Forkröfur:  Nemandi hafi klárað Hljóðupptökutækni 1b 

Hæfniþrep: 3 

Einingafjöldi: 3 

Áfangalýsing: 

Farið verður dýpra í fjölrásaupptökur heldur en gert var á 1. ári og nemendur taka upp  trommusett og flygil og heila hljómsveit. Áhrif rýmis á upptökur skoðaðar, og upptökur í mismunandi rýmum bornar saman. Leiðréttingar á bæði tímasetningu og tónhæð skoðaðar, þeas söngleiðréttingar og taktleiðréttingar. Farið er ýtarlega í "læf” upptökur og hvað gerir þær öðruvísi en hefðbundnar upptökur í hljóðverum. Gert er ráð fyrir að nemendur geti unnið töluvert sjálfstætt, og hluti af náminu er að taka upp og skila af sér upptökum á öðrum tónlistarmönnum, í hljóðveri og/eða á tónleikum. Að námskeiðinu loknu á nemandi að vera fær um að taka upp hljómsveitir og sönghópa, hvort sem er í hljóðveri eða á tónleikum. 

Námsmarkmið: 

Þekking: 

Nemandi skal hafa öðlast almenna þekkingu og skilning á: 

  • Fjölrásaupptökum, sérstaklega upptökum á trommusetti, flygli, og heilli hljómsveit 

  • Tónleikaupptökum 

  • Helstu forrit og aðferðir við leiðréttingar á upptökum 

Leikni: 

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að: 

  • Gera fjölrása upptökur 

  • Í hljóðveri 

  • Á tónleikum 

Hæfni: 

Nemandi skal geta hagnýtt sér þá almennu þekkingu og leikni til að: 

  • Gera nokkuð fljóknar fjölrása hljóðupptökur 

  • Velja vel hljómandi rými fyrir upptökur 

  • Velja hljóðnemategundir og fjölda til að ná ætluðum hljómi 

Námsgögn: 

Nemendur frá glærur í hverri viku, og jafnframt er stuðst við efni af vefnum.  Nemendur þurfa að hafa aðgang að hljóðnema, tölvu og upptökuhugbúnaði. 

Námsmat: 

Einkunn er annaðhvort staðist eða fallið.  Einnig er gefin umsögn eftir önnina.  Til að standast áfangann þarf að mæta í amk 80% af tímum sem eru og skila inn amk  sex af átta minni verkefnum.  Einnig þarf að taka þátt í hópverkefni sem er að taka upp og hljóðblanda eina tónleika. 

Námsáætlun: 

Vika

Viðfangsefni

Verkefni

2 (12. Sept 2019)

Kynning á efninu,  hljóðveri Tónlistarskólans.  Byrjað á að skoða trommuupptökur

Greinargerð um upptökubúnað sem nemendur eiga eða hafa aðgang að

3 (19. Sept 2019)

Upptökur á trommusetti.  Hljóðnemar, tækni, hugsanleg fasavandamál

 

4 (26. Sept 2019)

Uppsetning fyrir hljóðupptökur í Akureyrarkirkju

 

5 (3. Okt 2019)

“Comping” – Verkferli við að klippa saman nokkrar tökur til að gera eina góða heild

Klippingar á trommuupptökum.

6 (10. Okt 2019)

Tímaleiðréttingar á trommum.
“Drum replacements” - ef tími

Tímaleiðréttingar á trommuupptökum

7 (17. Okt 2019)

Haustfrí

 

8 (24. Okt 2019)

Upptökur á flygli*

Klippingar á flygilupptökum

9 (24. Okt 2019)

Upptökur á hljómsveit *

 

10 (31. Okt 2019)

Upptökur á hljómsveit *

“Comping” á hljómsveitarupptökum

11 (7. nóv 2019)

Tónhæðarleiðréttingar

Laga tónhæð á söngrás frá tónleikaupptökum

12 (14. Nóv 2019)

Hljóðblöndun á “læv” upptökum

Hljóðblanda upptöku af hljómsveit

13 (21. Nóv 2019)

Áhrif rýmis á hljóð

Greinargerð um áhrif rýmis á hljóð

13 (28. Nóv 2019)

Tónleikaupptökur 1*

 

14 (5. Des 2019)

Tónleikaupptökur 2*

 

15 (12. Des 2019)

Upprifjun

 Skila af sér upptöku af einum tónleikum (hópverkefni)

 

* Upptökutímar sem gætu þurft að vera á öðrum tíma en venjulega 

Réttur til breytinga á þessari áætlun er áskilinn.