Grunnsveit

Grunnsveitin er hljómsveit í boði fyrir nemendur í grunnámi við tónlistarskólann. Þeir sem byrja að hausti bætast við á vorönn. Grunnsveitin æfir einu sinni í viku og heldur tónleika tvisvar á ári. Í grunnsveitinni þjálfast nemendur í að spila saman og spila hress og skemmtileg lög.

Stjórnendur grunnsveitarinnar eru: Una Björg Hjartardóttir (unabjorg@tonak.is) og Emil Þorri Emilsson (emil@tonak.is).