Námsmat

Í upphafi vetrar skulu kennarar undirbúa markmiðasamninga fyrir skólaárið ásamt nemendum og foreldrum.  Foreldravika verður 23. – 27.- september og gefst kennurum þá tækifæri til þess að ganga frá helstu markmiðum ársins í samráði við nemendur sína. Í þeim samningi skal taka fram hvers konar námsmat, þ.e. árspróf, tónleikapróf, bókapróf eða áfangapróf er áætlað að framkvæma um veturinn. Samningarnir eru skráðir í visku á þar til gerðum eyðublöðum og verða sýnilegir viðkomandi nemanda og forráðamönnum. Mikilvægt er að nemendur upplifi sig sem þáttakendur í samningsgerðinni og markmið samninganna er að fá staðfestingu frá nemandanum um frumkvæði.

Um miðja önn 21. - 24. október fer fram miðannamat. Það er einnig gert í Visku.  Miðannamatið er bara ein setning, en hægt er að velja á milli nokkurra möguleika í kerfinu sem gefa nemendum og forráðamönnum upplýsingar um námsstöðu. Nemendur eiga að fá miðannamat fyrir allar greinar einkatíma jafnt sem hóptíma, hljómsveitir o.s.frv. nema kjarnagreinar.

Í byrjun desember fer svo fram leiðsagnamat í visku.  Þetta er eins og krossapróf þar sem nemandi og kennari merkja við varðandi ýmsa þætti t.d. námsframvindu og líðan. Leiðsagnarmat er gert fyrir allar greinar nema kjarnagreinar.

Vikuna 20. - 24. janúar er svo aftur foreldravika. Þá er farið yfir haustönnina, markmiðssamninginn og leiðsagnamatið og endanlega gengið frá hvers konar próf nemandinn tekur.

3. og 4. mars er aftur sent út miðannamat.

Eftir vetrarfrí og til loka skólaárs verður svo hægt að framkvæma öll próf.  Áfangaprófin eru einu prófin sem eru ákveðin af hálfu skólans og prófanefndar.

Í lok vetrar er námsmat tekið saman á þar til gerðu eyðublaði í visku og er það prentað út og afhent við skólaslit.

Í tónfræðigreinunum G1 og 2, M1 og 2, F1, 2 og 3 og Tónlistarsögu eru hefðbundin próf, jólapróf í desember og lokapróf í maí.

Nemendur í tónæði og solfeges fá umsögn í lok vetrar.

Hringekju lýkur með tónleikum í desember og maí.

Nemendur í forskóla fá ekki hefðbundið námsmat en kennarar senda bréf heim tvisvar á önn með umsögn.