Námsmatsleiðir

Þær lokanámsmatsleiðir sem standa til boða í skólanum eru eftirfarandi:

Árspróf

Nemendur leika stutta efnisskrá fyrir kennara í lok skólaárs, og samanstendur hún af æfingum, tónverkum og tækniæfingum.  Kennari eða prófdómari úr röðum kennara skólans gefur nemendum einkunn og umsögn í samræmi við frammistöðu.  Þessi leið hentar vel nemendum sem setja skýra stefnu á áfangapróf skv. aðalnámskrá tónlistarskóla. 

Námsmatstónleikar

Nemendum stendur til boða að leika með öðrum nemendum á námsmatstónleikum í stað formlegs ársprófs og er frammistaða nemenda þá skráð í formi umsagnar af kennurum.  Þessi námsleið getur hentað nemendum sem vilja leggja áherslu á að auka við framkomureynslu og líður betur með að spila á tónleikum en í formlegu prófi.

Bókarpróf

Bókarpróf  eru takmarkaðir við nemendur í Suzukideild fara fram í formi sérstakra útskriftartónleika þegar nemendur hafa lokið tiltekinni námsbók.   Nemendur undirbúa allt efni bókarinnar og draga út lög sem þeir leika á tónleikunum auk útskriftarlags.  Nemendur fá svo skriflega umsögn. Að loknum tónleikum gleðjast nemendur og kennarar saman yfir áfanganum og nemendur fá litla útskriftargjöf.  Bókarpróf eru bundin við nemendur á Suzukibraut skólans. 

Áfangapróf

Grunn-, mið- og framhaldspróf eru haldin tvisvar til þrisvar sinnum á ári í Tónlistarskólanum.  Kveðið er á um formgerð prófsins í aðalnámskrá tónlistarskóla og námsmat er í höndum Prófanefndar Tónlistarskóla sem sendir vottaða prófdómara til að meta frammistöðu í samræmi við kröfur aðalnámskrár.  Frekari upplýsingar um áfangapróf og kröfur er að finna á léninu www.profanefnd.is.

Umsögn

Í undantekningartilfellum geta nemendur og kennarar geta komið sér saman um að veitt sé munnleg umsögn í samræmi við frammistöðu vetrarins.  Þessi leið getur hentað byrjendum og yngri nemendum sem ekki eru farnir að huga að áfangaprófum.