Framhaldsskólinn á Laugum

Laugar

Lágmarkseiningafjöldi til stúdentsprófs á kjörsviðsbraut í Framhaldsskólanum á Laugum er 200 einingar.  Hér má sjá skipulag núverandi kjövalsbrautar en hún er í endurskoðun. Stefnt er að því að nemendur geti lokið öllum kjarnaeiningum við Fjölbrautarskólann á tveimur árum.

Nemendur á kjörsviðsbraut við Framhaldsskólann á Laugum taka 91 einingu við framhaldsskólann.  Til að ljúka stúdentsprófi á námsleiðum Tónlistarskólans á Akureyri þarf að ljúka eftirfarandi til viðbótar:

  • Skapandi tónlist (ST): Nemendur taka 54 einingar í kjarna ST en nemendur þurfa að ljúka 36 einingum til viðbótar í TA (samtals 90 einingar). Þá eru 19 einingar sem nemendur hafa í frjálsu vali.

  • Klassísk tónlist (KT): Nemendur taka 94 einingar í kjarna í KT. Þá eru 15 einingar sem nemendur hafa í frjálsu vali.

  • Rytmísk tónlist (RT): Nemendur taka 96 einingar í kjarna í RT. Þá eru 13 einingar sem nemendur hafa í frjálsu vali.

Nánari upplýsingar veita Guðrún Ingimundardóttir, aðstoðarskólastjóri TA, gudruni@tonak.is, og Hallur Birkir Reynisson, áfangastjóri, hallur@laugar.is