Kvikmyndahljóð

Kvikmyndahljóð A (haustönn)

Þrep: 2

Einingar: 2

Lýsing: Nemendur kynnast víðari þáttum hljóðupptöku s.s. kvikmyndahljóði og vinnslu þess. Unnið verður með umhverfishljóð, hljóðeffekta og kvikmyndatónlist. Nemendur fá verkefni til að leysa heima og í tímum og munum við hljóðsetja myndbandsbút.

Á seinni hluta vetrar munu nemendur kynnast kvikmyndatónlist allt frá hugmyndavinnu til lokaniðurstöðu. Nemendur vinna með kennara við að semja tónlist undir kvikmyndabút og klippa saman og hljóðblanda. Skoðuð verða verk helstu kvikmyndatónskálda nútímans s.s. Hans Zimmer og John Williams. Unnið verður með svokallað “temp track” og ferlið krufið til mergjar.

Námsmat: Mæting og verkefnaskil. Nánar er kveðið á um námsmat í kennsluáætlun