Fara í efni

Mið- og framhaldnám í Klassískri Tónlist

Grunntónfræði
Nemendur sem lokið hafa námi í grunntónfræði G2 sækja miðnám í tónfræði sem miðað er að þeirri námsleið sem þeir leggja stund á hvort sem það er klassísk tónlist, ritmísk tónlist eða skapandi tónlist.  Áfangarnir eru misjafnir að gerð og lagaðir að viðfangsefninu.  Í miðnámi  bætast við nýjir áfangar auk þess sem nemendur geta valið ýmsa valáfanga sem vekja áhuga þeirra.  Nemendur sem velja að stunda nám í klassískri tónlist sækja áfanga samkvæmt aðalnámskrá tónlistarskóla sem gefin er út af Mennta-, og menningarmálaráðuneytinu.  Framkvæmd miðprófa í tónfræðigreinum er í höndum Prófanefndar Tónlistarskóla sem fer einnig með vottun námsmats og er hægt að nálgast frekari upplýsingar um prófin og skipulag Prófanefndar HÉR.  Námsmat og skipulag prófa í framhaldstónfræðagreinum er í höndum skólans.