Aðalfundur Foreldrafélags Suzuki- og Strengjanemenda
26.11.2025
Aðalfundur Foreldrafélags Suzuki- og Strengjanemenda
Miðvikudaginn 26. nóvember 2025 verður haldinn sameiginlegur aðalfundur Foreldrafélags Suzukinemenda og Foreldrafélags Strengjanemenda við Tónlistarskólann á Akureyri. Fundurinn verður haldinn kl. 19:00 í Hömrum á 1. hæð í Hofi.
Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf; fyrst hjá foreldrafélagi Suzuki og svo hjá Strengjum.
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar kynntir
3. Kosning nýrrar stjórnar
4. Dagskrá vetrarins - viðburðir og fjáraflannir
- Önnur mál
Það er mikilvægt að það komi fulltrúi frá hverjum nemanda á fundinn svo hægt sé að móta og ræða framhald starfsemi félaganna.