Fara í efni

Auglýst eftir umsóknum um styrk úr Þorgerðarsjóði

Auglýst eftir umsóknum um styrk úr Þorgerðarsjóði

Nemendur sem stundað hafa nám við Tónlistarskólann á Akureyri og hyggja á eða hafa þegar hafið háskólanám í tónlist, geta sótt um styrk úr sjóðnum. Umsóknarfrestur er til 13. febrúar og þurfa umsækjendur að greina frá námsferli og námsáformum í umsókn sinni ásamt rökstuðningi fyrir styrkveitingu.

Þorgerður S. Eiríksdóttir fæddist 20. janúar 1954 og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri vorið 1971. Hún þótti mjög efnilegur píanóleikari og var nýkomin til Lundúnaborgar til að hefja framhaldsnám þegar hún lést af slysförum 2. febrúar 1972. Ári síðar stofnuðu aðstandendur Þorgerðar minningarsjóð ásamt Tónlistarfélagi Akureyrar, Tónlistarskólanum og kennurum við skólann. Markmið sjóðsins er að styrkja efnilega nemendur sem lokið hafa burtfararprófi frá Tónlistarskólanum á Akureyri til framhaldsnáms.

Megintekjulind sjóðsins er að jafnaði vextir af höfuðstól ásamt tekjum af styrktartónleikum sem nemendur og kennarar Tónlistarskólans halda árlega. Sjóðurinn hefur einnig tekjur af minningarframlögum en minningarkort eru seld í Tónlistarskólanum á Akureyri.

Umsóknum skal skilað í tölvupósti á tonak@tonak.is merkt Þorgerðarsjóður

Veittur verður einn styrkur að upphæð 400.000 kr.