Big Band Eyþórs - Tónleikar
Big Band Eyþórs - Tónleikar
Big Band Eyþórs verður með tónleika í Hofi föstudaginn 5. september. Tónleikarnir heita „Fönk kvöld í Hofi“ og snúast um að leyfa fólki að heyra alvöru fönk tónlist með stóru bandi, sem er kannski ekki mjög algengt að sé spiluð live hér á Íslandi. Þetta er þó tónlist sem margir hafa gaman af. Á tónleikunum verða tekin ýmiskonar fönk lög sem fólk ætti að þekkja, eftir listamenn eins og Tower of Power, Michael Jackson, Stevie Wonder og Sálina hans Jóns míns, til að nefna nokkur dæmi. Auk þess verða tekin nokkur frumsamin lög með Big Bandi Eyþórs.
Hljómsveitin varð til fyrr á þessu ári til að taka þátt í Músíktilraunum og má nefna að hún lenti í 3. sæti auk þess að fá viðurkenningarnar fyrir hljómborðsleikara og trommuleikara Músíktilrauna. Hún samanstendur af ungu og efnilegu tónlistarfólki, 13 talsins og þar af eru 6 blástursleikarar.
Við í hljómsveitinni erum mjög spennt og hlökkum til að spila fyrir ykkur. Við lofum góðri tónlist og stemningu. Tónleikarnir eru styrktir af listasjóðnum VERÐANDI sem gerir okkur kleift að halda tónleika af þessari stærðargráðu.