Fara í efni

Birkir Blær sigraði söngkeppni Menntaskólans

Birkir Blær sigraði söngkeppni Menntaskólans

Söngvakeppni Menntaskólans á Akureyri var haldin í Hofi þann 15. febrúar síðastliðinn.  Að venju buðu hæfileikaríkir mennstkælingar upp á fjölbreytt tónlistar og söngatriði.

Birkir Blær Óðinsson sigraði keppnina í ár með laginu "I put a spell on you".  Birkir Blær söng frábæra eigin útsetningu af laginu og spilaði á kassagítar.  Lagið var samið 1956 af "Screamin" Jay Hawkins, en útgáfa Birkis Blæs var meira byggð á útgáfu Ninu Simone frá 1965.  

Sigurinn í þessari keppni veitir rétt til þáttöku fyrir hönd M.A. í söngkeppni framhaldsskólanna sem haldin verður 14. apríl í íþróttahöllinni á Akureyri.

Birkir Blær er nemandi við deildina Skapandi Tónlist hér í Tónlistarskólanum á Akureyri, og við óskum honum hjartanlega til hamingju með sigurinn.

Dómarar voru Salka Sól, Hrafnkell Örn (Keli) trommuleikari úr Agent Fresco, og Unnsteinn Manuel.