Fara í efni

Blásarasveitirnar á blastinu!!

Blásarasveitirnar á blastinu!!

Blásarasveitir Tónlistarskólans á Akureyri störtuðu tónleikasyrpu vorsins með tvennum tónleikum á Listasafninu á Akureyri og Flugsafni Íslands laugardaginn 30. apríl. Tónleikarnir voru þáttur í Barnamenningarhátíð, og báru heitið "Dýragarðurinn", en leikin voru alls kyns skemmtileg lög um dýr. Tónleikarnir voru vel sóttir, mikið fjör, og kom í ljós að Tónlistarskólinn býr yfir afbragðs danshljómsveit, því fáum tókst að sitja kyrrir þegar leikinn var Fugladansinn.
 
Vorið er jafnan meiriháttar uppskerutíð í tónlistarskólanum, (þar sem sáð er að hausti öfugt við grænmetisgarðana) og fer nú í hönd tímabil þar sem nemendur skólans flytja hverja tónleikana á fætur öðrum. Gleðilega tónleikahátíð!