DIANA OG TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ
02.10.2025
DIANA OG TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ
Diana Sus er fyrrum nemandi okkar, en hún útskrifaðist af skapandi deild tónlistarskólans vorið 2020. Þá hélt hún burt úr bænum á vit fleiri tónlistarævintýra, en er nú komin aftur til Akureyrar full af krafti!
Diana frumflytur spunaverkið GLIT SÁLARINNAR eftir sjálfa sig á tónleikaröðinni TÓLF TÓNA KORTÉRINU næsta laugardag, 4. október.
Tónleikarnir eru kortérslangir, og eru haldnir á Listasafninu á Akureyri í Kaupvangsstræti kl. 15:00-15:15 og aftur kl. 16:00-16:15.
Aðgangur er ókeypis, og tónleikarnir henta ungum, gömlum, og öllum þar á milli mjög vel!
Þá má skoða sýningar listasafnsins í leiðinni. Það er uppskrift að góðum laugardegi.
Við hvetjum nemendur og fjölskyldur til að nýta sér það góða tón-uppgötvunartækifæri og hlýða á Diönu!