Diana Sus heldur tónleika í Hofi

Mynd: Reinis Inkens
Mynd: Reinis Inkens

Díana Sus er tónlistarmaður frá Lettlandi, sem hefur stundað nám í skapandi tónlist hér við tónlistarskólann í vetur.

Lokaverkefni hennar þetta árið eru tónleikar sem hún heldur í Naustinu í Hofi mánudaginn 14. maí klukkan 19:30.  

Á tónleikunum blandar hún saman jazzi, rokki, blús og frumsömdum lögum.

Með henni leikur hljómsveit sem inniheldur bæði íslenska og lettneska tónlistarmenn.