Fara í efni

Flautukórar á Barnamenningarhátíð

Flautukórar á Barnamenningarhátíð

Dagana 21.-23. apríl fékk skólinn góða gesti. Það var flautukór Tónlistarskóla Kópavogs sem mætti með stjórnanda sínum, Pamelu De Sensi. Flautusamspilið okkar hér í Tonak tók á móti þeim ásamt stjórnanda, Petreu Óskarsdóttur og saman æfðu þessir tveir flautukórar heila efnisskrá fyrir tónleika á Barnamenningarhátíð Akureyrar. Hildur Gauja Svavarsdóttir var sögumaður en hún er nemandi Leiklistarskóla LA.

Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og það var ekki síst yngsta kynslóðin sem hlustaði með mikilli eftirtekt á tónlistarævintýrin.

Að tónleikunum loknum fengu ungir flautunemendur að prófa að spila á stóru flauturnar

Hér má sjá nokkrar myndir frá æfingum og tónleikum