Fara í efni

Framhaldsprófstónleikar Eysteins Ísidórs Ólafssonar

Framhaldsprófstónleikar Eysteins Ísidórs Ólafssonar

Eysteinn Ísidór Ólafsson er að ljúka framhaldsnámi sínu í klassískum píanóleik við Tónlistarskólann á Akureyri í vor og verða framhaldsprófstónleikar hans haldnir laugardaginn 20. maí kl. 14:00 þar sem hann mun flytja verk eftir Bach, Beethoven, Chopin og Rachmaninoff. 

Eysteinn hefur lagt stund á píanónám í Tónlistarskólanum á Akureyri frá árinu 2010 undir handleiðslu Lidiu Kolosowska

Tónleikarnir verða haldnir í Hömrum í Menningarhúsinu Hofi. Aðgangur ókeypis og öll velkomin.