Fulltrúar frá TA í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Fulltrúar frá TA í Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Ungsveit Sinfóníuhljómsveitar Íslands lék sinfóníu nr. 4 eftir Tsjajkovskíj undir stjórn Nathanaël Iselin við frábærar undirtektir í Eldborgarsal Hörpu í gær, sunnudaginn 21. september.
SÍ hefur starfrækt USÍ síðan 2009 og markmið hennar er "að gefa tónlistarnemendum innsýn og vettvang til að kynnast hinum sinfóníska heimi af eigin raun og njóta þjálfunar og leiðsagnar í hljómsveitarleik eins og um atvinnumennsku væri að ræða" eins og segir á heimasíðu SÍ. Hljóðfæraleikarar Ungsveitarinnar þurfa að standast prufuspil sem líkir eftir aðstæðum prufuspila hjá Sinfóníuhljómsveitinni.
Að þessu sinni tóku 3 nemendur TónAk þátt; þær Lára Rún Keel Kristjánsdóttir trompetleikari, Helga Björg Kjartansdóttir víóluleikari og Þórhildur Eva Helgadóttir sem einnig er víóluleikari. Tveir fyrrum nemendur TónAk voru líka í hljómsveitinni: þau Elías Dýrfjörð kontrabassaleikari og Íris Orradóttir klarínettuleikari. Öll stóðu þau sig með prýði og við erum mjög stolt af þessum glæsilegu fulltrúum.
Myndin er fengin að láni af fb-síðu Sinfóníuhljómsveitar Íslands.